Kæru félagar

Samfylkingin verður að ná góðum árangri í Alþingiskosningum 2021 svo við getum skipt um kúrs og myndað sterka félagshyggjustjórn á Íslandi með skýra framtíðarsýn í atvinnumálum, velferðarmálum og loftslagsmálum. Ég býð fram krafta mína og sækist eftir Reykjavíkurþingsæti. 

johann_pall (1).jpg
123565213_3556991897697864_2886135368488

Við þurfum að koma í veg fyrir að hægriöflin noti kórónuástandið til að skemma sameiginlegu kerfin okkar og grafa undan samstöðu vinnandi fólks. Stóra verkefni Samfylkingarinnar er að leiða saman umbótaöflin á Íslandi og tryggja að upp úr kórónukreppunni rísi réttlátara samfélag sem byggir á fjölbreyttu og sjálfbæru atvinnulífi, sanngjörnum leikreglum á vinnumarkaði og sterku velferðarkerfi þar sem enginn er skilinn eftir.

127854367_1080290829067430_5553477559382

Ég?

Ég heiti Jóhann Páll og er 28 ára. Hef búið í Bretlandi með Önnu Bergljótu kærustunni minni síðan 2016, stundað þar nám í stjórnmálahagfræði og sagnfræði og unnið sem blaðamaður. Í haust ákvað ég að breyta til, hætta í fréttamennsku og skrá mig í Samfylkinguna. Undanfarna mánuði hef ég m.a. starfað við ráðgjöf og hugmyndavinnu fyrir þingflokkinn okkar, svo sem við smíði þingmála og kynningarritsins Ábyrga leiðin – úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar.

 

Áherslur


Ég ætla meðal annars að beita mér fyrir því að

 

 • dregið verði úr tekjuskerðingum í barnabótakerfinu svo það verði almennt stuðningsnet líkt og á hinum Norðurlöndunum

   

 • foreldrar í láglaunastörfum fái fæðingarorlofsgreiðslur sem samsvara lágmarkslaunum en ekki aðeins 80% af fyrri tekjum

   

 • húsnæðisstuðningur verði aukinn og ráðist í markvissar aðgerðir til að tryggja húsnæðisöryggi, m.a. með auknum stofnframlögum til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu


 

 • hæstu tekjur verði skattlagðar með sambærilegum hætti og í Danmörku og Svíþjóð til að mæta auknum útgjöldum til velferðarmála og innleiddur verði stóreignaskattur með sanngjörnu fríeignamarki


 

 • auðlindarentunni í sjávarútvegi verði skilað til þjóðarinnar með blandaðri leið veiðigjalda og uppboðs og spornað verði gegn samþjöppun og yfirgangi stórútgerða með skýrari reglum um yfir­ráð tengdra aðila yfir afla­hlut­deild­um og skilvirkri framkvæmd þeirra

   

 • ráðist verði í endurskoðun á lagaumhverfi og stjórnsýslu barnaverndar- og umgengnismála til að tryggja að börn njóti vafans þegar grunur er um ofbeldi á heimili

   

 • ríkisstjórn Íslands setji markmið um 60 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 eins og Evrópuþingið og leggi fram metnaðarfyllri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem felur í sér hröðun orkuskipta,  stóreflingu almenningssamgangna og markvissar aðgerðir til að bæta landnýtingu og draga úr losun frá landbúnaði

   

 • mótuð verði sjálfbær atvinnu- og iðnaðarstefna fyrir Ísland með áherslu á hugvit, nýsköpun og háframleiðnigreinar 

   

 • Ísland taki slaginn á alþjóðavettvangi gegn efnahagsmisrétti, skaðlegri skattasamkeppni og yfirgangi hinna stóru og sterku, standi með jaðarsettum hópum og rétti kvenna yfir eigin líkama, mótmæli mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin og axli ábyrgð í flóttamannamálum með mannúðlegri móttöku hælisleitenda


  Áherslulistinn hér að ofan er auðvitað ekki tæmandi, aðeins brot af því sem ég brenn fyrir.

 

Menntun

Ég lauk meistaranámi í evrópskri stjórnmálahagfræði við London School of Economics í haust þar sem ég skrifaði lokaritgerð um viðbrögð Dana og Svía við efnahagsáföllum á tíunda áratugnum og breytingar sem hafa orðið á norræna líkaninu undanfarna áratugi. Útskrifaðist með meistarapróf í sagnfræði frá Edinborgarháskóla árið 2017 og lokaritgerðin fjallaði um hagstjórnarstefnu fyrstu Thatcher-stjórnarinnar. Áður lauk ég heimspekinámi við Háskóla Íslands með lögfræði á alþjóðasviði sem aukagrein. 

LSE-Library-3252-1366x768-16-9-sRGBe.jpg
Screenshot 2020-12-04 at 22.35.44.jpg

Störf

Ég starfaði sem blaðamaður á Stundinni frá stofnun fjölmiðilsins 2015 til 2019 og áður á DV. Hef þrisvar sinnum unnið til blaðamannaverðlauna fyrir störf mín, m.a. fyrir umfjöllun um lekamálið árið 2014 og uppreist æru kynferðisbrotamanna 2017 og auk þess hlotið tilnefningar, m.a. árið 2018 fyrir umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins. Þegar ég var yngri vann ég m.a. við að bera út póst, laga kaffi og talsetja teiknimyndir.

 

Viltu hjálpa til?

Það eru tíu mánuðir til stefnu. Við þurfum öflugt fólk inn í flokkinn og allar hendur upp á dekk.

Ég er í síma 663-6987 og með netfangið johannpall@gmail.com.

Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna.

 

 • Facebook
 • Twitter
 • LinkedIn